Um mig

Ég er á fertugsaldri og hef verið of þung í áratug. Fyrir þann tíma hafði ég aldrei verið yfir kjörþyngd. Á að baki margar misheppnaðar tilraunir til að léttast, sem flestar hafa endað í því að ég þyngdist.

Það háir mér alveg ótrúlega mikið að vera of þung. Ég vil helst ekki fara í sund, mér líður oft illa þegar ég fer út á meðal fólks og ég forðast það að láta taka af mér myndir. Mér finnst leiðinlegt að kaupa á mig föt og það særir mig mjög þegar fólk segir eitthvað neikvætt um holdafar mitt.

Mig langar að njóta lífsins og ég get það ekki á meðan ég er nærri þrjátíu kílóum yfir kjörþyngd. Nú er kominn tími til að breyta því.