Um átakið

Ég byrjaði í danska kúrnum haustið 2007, léttist um fimm kíló en gafst svo upp. Var komin í nákvæmlega sömu þyngd aftur núna í maí 2008.

Núna ætla ég aftur á danska kúrinn, en ætla þó að gefa mér einn og einn dag “frí” til þess að geta lifað einhverju félagslífi, en það var það sem mér fannst erfiðast í fyrra.

Svo ætla ég að fara í daglegar gönguferðir og í ræktina að meðaltali 3svar í viku. Hef reyndar verið dugleg að hreyfa mig í vetur, en það hefur ekki skilað sér í neinu þyngdartapi. Mataræðið er aðalatriðið og það ætla ég að taka föstum tökum núna.