Mataræðið

Ég fer að mestu leyti eftir danska kúrnum, en þar sem ég er með mjólkuróþol borða ég lítið sem ekkert af mjólkurvörum. Ég ætla líka að leyfa mér einn og einn “nammidag”, sem þýðir ekki að ég ætli að raða í mig, en ég ætla ekki að taka með mér nesti í veislur. Bara borða skynsamlega og með meðalhófið að leiðarljósi.

Dæmigerður dagur:

Morgunmatur: hafragrautur

Morgunkaffi: ávöxtur eða ávaxtasafi

Hádegi: Salat með túnfiski og/eða eggi, brauðsneið

Kaffi: Sojajógúrt, ávöxtur

Kvöldmatur: Kjöt eða fiskur og grænmeti

Kvöldkaffi: ávöxtur eða sojajógúrt