Markmið

Ég ætla að ná kjörþyngd, sem í mínu tilfelli þýðir 61-75 kíló miðað við BMI skalann. Þar sem ég hef verið að lyfta talsvert í vetur reikna ég með því að verða í efri kantinum á kjörþyngdinni, eða 69-75 kg. Síðast þegar ég var þokkalega ánægð með mig var ég 71-73 kíló og mig langar að vera á þeim stað aftur.

1. markmið 99 kg. Það verður frábært að komast í 2ja stafa tölu aftur.

Ég ætla að fara í andlitsbað eða aðra snyrtimeðferð.

2. markmið 95 kg. Hef ekki séð þessa tölu í meira en ár.

Ég ætla að kaupa mér nýja flík, kannski sumarpils.

3. markmið 89 kg. Síðast þegar ég sá þessa tölu var árið 2003 eða 2004.

Ég ætla að fara í fótsnyrtingu eða aðra snyrtimeðferð.

4. markmið 85 kg. Man ekki hvenær ég var í þessari tölu síðast. Of langt síðan.

Ég ætla að fá mér nýja yfirhöfn eða aðra flík.

5. markmið 79 kg. Þessa tölu sá ég síðast 1998. Já, fyrir tíu árum.

Ég ætla að fara í nudd og kannski dekurdag í heilsuræktinni.

6. markmið 74 kg. Kjörþyngd! Hef ekki verið þar síðan 1997.

Ég ætla að leyfa mér að kaupa a.m.k. tvær nýjar flíkur.