Færslur höfundar: flottaribradum

Beina brautin

Jæja, það er langt síðan ég hef skrifað hér, kannski vegna þess hvað mikið hefur verið að gera. Ég fór á annað átaksnámskeið og hef verið mjög dugleg í ræktinni. Ég er komin niður fyrir 90 kíló og gott betur, þar sem ég er núna 88 kíló og er súperánægð með það. Miðað við hæð […]

Tveggja stafa talan

Það er búið að ganga vel á námskeiðinu og ég er komin í tveggja stafa tölu og vel það. Er komin niður í 97 kíló og er mjög ánægð. Held að ég fari bara beint á annað átaksnámskeið á eftir þessu, þar sem þetta er greinilega að virka og veitir mér mjög gott aðhald. Mig […]

Ninety-nine baby

Nei, ég er ekki alveg búin að ná tveggja stafa tölu eins og hún Veiga (big2tiny), en það liggur við. Reyndar hef ég farið niður í 99 kg. á vigtinni heima, en í opinberu vigtuninni er ég ennþá í þriggja stafa tölu. En það hlýtur að koma í þessari viku eða næstu!
Ég skellti mér á […]

Haust

Mér hefur ekki gengið vel að koma mér af stað eftir sumarfrí. Ég hef ekki mætt í vigtun og get ekki mætt í þessari viku, þar sem ég hef ekki efni á að borga gjaldið fyrr en eftir mánaðarmót. En strax í næstu viku ætla ég að mæta og þá ætla ég líka að kaupa […]

Myndabömmer

Þá er sumarfríið búið og alvara lífsins tekin við aftur. Þó að ég hafi verið í sumarfrí hef ég ekki þyngst aftur. Að vísu hef ég lést hægar en áður, enda leyfir maður sér ýmislegt í sumarfríi erlendis sem ekki leyfist annars. Ég var bara ánægð með mig í fríinu, hafði keypt mér nokkuð af […]

Jæja

Það fóru 800 grömm í vigtuninni í þessari viku og þá er ég búin að losna við 2,6 kíló frá upphafi. Ég hef ekki verið alveg nógu dugleg að hreyfa mig í þessari viku, en það er vegna þess að ég meiddi mig í fætinum. Mér er að batna og vonandi get ég farið á […]

Áfram veginn

Ég fór í vigtun í dag og það fór hálft kíló í þessari viku. Ég myndi alveg vilja missa eitt eða eitt og hálft kíló á viku eins og sumir, en þetta er allt í áttina og kannski er ekkert verra þó að þetta gerist hægar. Svo segir leiðbeinandinn í danska kúrnum að hálft kíló […]

Misheppnaðar tilraunir

Ég er búin að gera margar, margar misheppnaðar tilraunir til að léttast. Einu sinni fór ég á Herbalife í meira en mánuð og var bæði svöng og pirruð, en léttist ekki um gramm. Ég prófaði líka Atkins kúrinn og léttist, en meltingin fór alveg í klessu! Ég fór á átaksnámskeið hjá Báru og léttist en […]

Átak hafið

Ég er búin að reyna að komast af stað í nýjum lífsstíl í vetur en það hefur gengið hægt. Er búin að prófa ýmislegt, bæði einkaþjálfara, átaksnámskeið og fæðubótarefni, án mikils árangurs. Þarf að losna við um þrjátíu kíló og er orðin hundleið á því að vera feit og óánægð með sjálfa mig. Nú er […]