Beina brautin

Jæja, það er langt síðan ég hef skrifað hér, kannski vegna þess hvað mikið hefur verið að gera. Ég fór á annað átaksnámskeið og hef verið mjög dugleg í ræktinni. Ég er komin niður fyrir 90 kíló og gott betur, þar sem ég er núna 88 kíló og er súperánægð með það. Miðað við hæð á ég um tíu kíló eftir í kjörþyngd. Ég hef bætt á mig fullt af vöðvum og í fitumælingu í ræktinni hefur mikið breyst. Ég nota orðið tveimur buxnastærðum minna en ég gerði og líka minni stærð í brjóstahöldurum og peysum. Ef ég held þessu áfram verð undir 85 kíló um áramótin, sem var markmið mitt þegar ég byrjaði aftur í haust.