Tveggja stafa talan

Það er búið að ganga vel á námskeiðinu og ég er komin í tveggja stafa tölu og vel það. Er komin niður í 97 kíló og er mjög ánægð. Held að ég fari bara beint á annað átaksnámskeið á eftir þessu, þar sem þetta er greinilega að virka og veitir mér mjög gott aðhald. Mig langar alls ekki alltaf í leikfimi eftir vinnu, eiginlega sjaldnast, en ég læt mig hafa það þar sem við erum lesnar upp og spurt í næsta tíma ef maður mætir ekki. Kannski næ ég því að vera 85 kg. um áramótin, en það er markmiðið mitt.

Ein ummæli

  1. 15. október 2008 kl. 18.30 | Slóð

    Til lukku með léttinginn, þú nærð 85, ekki spurning! :)