Ninety-nine baby

Nei, ég er ekki alveg búin að ná tveggja stafa tölu eins og hún Veiga (big2tiny), en það liggur við. Reyndar hef ég farið niður í 99 kg. á vigtinni heima, en í opinberu vigtuninni er ég ennþá í þriggja stafa tölu. En það hlýtur að koma í þessari viku eða næstu!

Ég skellti mér á átaksnámskeið og er að byrja þriðju vikuna núna. Fyrsta vikan var alveg skelfilega erfið, því ég fann svo mikið til eftir æfingarnar. Ég fór í nudd og það lagaðist aðeins. Núna er ég farin að hafa hæfilega gaman af tímunum, en ég er ekki enn byrjuð á lyftingaprógramminu sem fylgir námskeiðinu. Finnst nógu erfitt að æfa þrisvar í viku til að byrja með og svo gönguferðir. Er samt að spá í að byrja að lyfta líka í næstu viku.

3 ummæli

 1. 17. september 2008 kl. 19.22 | Slóð

  Hæhæ langaði bara að segja gangi þér vel! :)

 2. 22. september 2008 kl. 21.08 | Slóð

  Hlakka til að heyra hvernig gengur á námskeiðinu :)

 3. 23. september 2008 kl. 19.12 | Slóð

  frábært hjá þér að skella þér á svona námskeið og þú verður fljót að komast í 2 stafa töluna, það er að segja ef þú ert ekki kominn í hana þegar ég skrifa þetta hehe.

  ÉG var einmitt að byrja í 12 vikna áskorun líka hehe. gangi þér rosalega vel skvís :D