Mér hefur ekki gengið vel að koma mér af stað eftir sumarfrí. Ég hef ekki mætt í vigtun og get ekki mætt í þessari viku, þar sem ég hef ekki efni á að borga gjaldið fyrr en eftir mánaðarmót. En strax í næstu viku ætla ég að mæta og þá ætla ég líka að kaupa mér nýtt líkamsræktarkort. Er ekki alveg búin að ákveða hvort að ég fer á lokað námskeið eða bara í tækjasal. Lokað námskeið gefur betra aðhald, en það er líka dýrara. Svo er ég ekki viss um að ég ráði við það út af vefjagigtinni sem ég er með. Í öllu falli ætla ég að byrja aftur í ræktinni og reyna að standa mig í vetur.
Haust
Þessi færsla er eftir flottaribradum og var rituð þann 27. ágúst 2008 kl. 11.08 og flokkuð undir Óflokkað. Varanleg slóð. Hægt er að fylgjast með ummælum um færsluna með RSS-veitu.
Ritaðu ummæil eða sendu bakvísuntilkynningu: bakvísunarslóð.
Ein ummæli
Hæ skvís. Erfitt að sjá myndir sem maður er ekki ánægður með en þú ert búin að vera stand aþig vel. 4 kg er sko heill hellingur og skref í rétta át. Er ekki þannig þar sem þú æfir að ef þú kaupir kort í lokaða tíma þá gildir það líka í tækjasalinn.
gangi þér rosalega vel skvís og ég veit þú getur þetta.