Myndabömmer

Þá er sumarfríið búið og alvara lífsins tekin við aftur. Þó að ég hafi verið í sumarfrí hef ég ekki þyngst aftur. Að vísu hef ég lést hægar en áður, enda leyfir maður sér ýmislegt í sumarfríi erlendis sem ekki leyfist annars. Ég var bara ánægð með mig í fríinu, hafði keypt mér nokkuð af nýjum sumarfötum og var glöð yfir því að þau voru ívið lausari á mér að fríinu loknu en þegar ég keypti þau. Þrátt fyrir spéhræðslu gerðist ég svo djörf að klæðast bikini upp á hvern dag og leið alveg þokkalega. En svo sá ég myndirnar úr sumarfríinu í dag og ánægjan hvarf eins og dögg fyrir sólu. Ég reyni að forðast myndavélina og sit ekki oft fyrir á myndum, en stundum verður ekki komist hjá því. Mér fannst ég líta hryllilega út á öllum myndunum, of feit, með undirhöku, allt of stór brjóst, bumbu og tilheyrandi. Gleðin yfir sumarfötunum og brúnkunni er horfin. Þegar öllu er á botninn hvolft er ég bara búin að missa rúm fjögur kíló og það er ekki mikið. Ég á svo langt í land og þegar maður sér svona er erfitt að halda andlitinu og auðvelt að missa dampinn og leggjast í þunglyndi aftur.

3 ummæli

 1. 25. júlí 2008 kl. 18.46 | Slóð

  hæhæ þú varst að spirja um banerin..
  Mér skilst að þúhafir náð aðgera hann og allt en þegar þú ætlar aðsetja hann inn þá koma bara stafir..Áður en þú límir hann inn þá þarftu að gera svona http eða hvað það heitir Það er til að seetja inn myndir og þ.h. ef þú gerir það þá kemur mynd..Og að sjálfsögðu afritar textan sem er gefin í þeim texta á heimasíðuni hjá borðunum..Vonandi skilst þetta heheh

 2. 26. júlí 2008 kl. 20.00 | Slóð

  Æj veistu að ég skil þig alveg. Var sjálf að downloda mundunum úr okkar sumarfríi í gær. og var ekki per hrifin.

  Ég lít samt á það þannig í dag að næsta sumar þá verð ég ánægð með þær myndir sem verða teknar af mér. :D

  En þú mátt alveg vera stolt af þér skvís. þú stendur þig rosalega vel.

 3. 16. ágúst 2008 kl. 14.49 | Slóð

  Taka eitt skref í einu, ég væri löngu búin að missa móðinn hefði ég litið á sem svo að ég ætti eftir að léttast um 70kg. Það er bara of stórt fjall að klífa, það er betra að taka eitt í einu. Eins og núna er fyrsta markmiðið mitt að komast í tveggja stafa tölu, og það er alveg nóg í bili enda er um að ræða heil 20kg.

  Gangi þér vel, þú getur þetta. :O)