Jæja

Það fóru 800 grömm í vigtuninni í þessari viku og þá er ég búin að losna við 2,6 kíló frá upphafi. Ég hef ekki verið alveg nógu dugleg að hreyfa mig í þessari viku, en það er vegna þess að ég meiddi mig í fætinum. Mér er að batna og vonandi get ég farið á fullt aftur í ræktina strax í næstu viku. Annars langar mig að fara að byrja í sundi. Verst hvað ég er spéhrædd við að vera á sundbol. Ég veit að kona á mínum aldri á að vera nógu sterk til að hugsa ekki um hvað fólki finnst, en ég er það ekki.

3 ummæli

 1. 8. júní 2008 kl. 15.48 | Slóð

  Til hamingju, 800gr er bara helling. :) Þú stendur þig vel, og gangi þér vel.

 2. 10. júní 2008 kl. 9.59 | Slóð

  Ekki vera of hörð við ig fyrir að vera spéhrædd. Við þekkjum þetta allar ;)

 3. 13. júní 2008 kl. 23.37 | Slóð

  Hæ ég sá bloggið þitt inná síðunni hjá systir minni og langaði bara til að óska þér góðs gegnis með átakið og til hamingju með þessi 2,6 kg sem eru farinn. bara frábær árangur.

  skil þig vel með sundið. ég fer öðru hvoru í sund að synda og meira segja með sundfit hehe. mér finnst besti tímin vera snemma á morgnanna þegar það er rólegt í lauginni. og líka af því að þá er yfirleitt eldra fólkið að synda og ég er ekki eins feimin í kringum þau. hehe fáranlegt að hugsa svona og vonandi lagast það bráðum,+

  gangi þér rosalega vel og haltu þig við þá braut sem þú ert á þú getur þetta skvís.

  kv soffía