Ég fór í vigtun í dag og það fór hálft kíló í þessari viku. Ég myndi alveg vilja missa eitt eða eitt og hálft kíló á viku eins og sumir, en þetta er allt í áttina og kannski er ekkert verra þó að þetta gerist hægar. Svo segir leiðbeinandinn í danska kúrnum að hálft kíló til sjöhundruð grömm á viku sé algengasta þyngdartapið. Mesti munurinn á þessu mataræði og til dæmis prótíndrykkjum eða herbó er að ég er ekkert svöng. Ég er að hugsa um að splæsa í einkaþjálfara um næstu mánaðarmót og sjá hvort að það hjálpar.
3 ummæli
Addið virkaði, til hamingju með að vera komin aftur af stað. Gangi þér súpervel skvís. :O)
Sæl. Rakst á síðuna þína og mun fylgjast með í framtíðinni
Veit að það er svekkjandi þegar maður missir undir kílói á viku, en ekki örvænt. Kannski gengur betur næstu viku. Léttingur er ávallt af hinu góða og það er gott að þú ert byrjuð!
Er sjálf ekki á danska kúrnum en hef heyrt margt rosalega gott um hann. Hann er a.m.k. margfalt skilvirkari og hollari og gáfulegri en nokkurn tímann Herbalife, svo ekki bugast
Hálft kíló er mjög flott og flestir segja að það sé ákjósanlegast til lengri tíma litið. Svo til hamingju og gangi þér vel .O)